Heildarlaun í VR 685 þúsund krónur

Hús verslunarinnar.
Hús verslunarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildarlaun félagsmanna VR voru 685 þúsund krónur í febrúar síðastliðnum þegar litið er til miðgildis launa allra félagsmanna en miðgildi grunnlauna var 680 þúsund. Þetta sýnir launarannsókn VR.

Á vef VR má auk þess finna launaupplýsingar eftir starfsheitum og atvinnugreinum og birtur er fjöldi svarenda á bak við niðurstöðurnar.

Launarannsókn VR fyrir febrúar 2021 byggir á launum tæplega 11 þúsund félagsmanna sem skráð hafa upplýsingarnar á Mínum síðum. Það er hátt í þriðjungur félagsmanna í þeim mánuði.

Heildarlaun og grunnlaun hækkuðu

Niðurstöður launarannsóknar VR eru birtar tvisvar á ári, miðað við laun í febrúar og september. Miðgildi heildarlauna hækkaði um 18 þúsund krónur á tímabilinu september 2020 til febrúar 2021 og miðgildi grunnlauna hækkaði um tæplega 19 þúsund krónur á sama tíma.

mbl.is