Upplýsingafundur almannavarna

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir verða á fundinum.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir verða á fundinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og embætti land­lækn­is boða til upp­lýs­inga­fund­ar í dag klukk­an 11. Ýmsir þeirra sem tengj­ast aðgerðum í bar­átt­unni við Covid-19 verða á fund­in­um. 

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir fer yfir stöðu mála varðandi fram­gang Covid-19-far­ald­urs­ins hér á landi ásamt Ölmu Möller land­lækni og Víði Reyn­is­syni yf­ir­lög­regluþjóni.

Smitrakn­ing­arapp embætt­is land­lækn­is og al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra (Rakn­ing C-19) hef­ur verið upp­fært og nýt­ir nú blu­et­ooth-virkni snjall­tækja til að styðja við rakn­ingu smita. Fjallað verður um upp­færsl­una á upp­lýs­inga­fund­in­um.

Eftirtaldir sérfræðingar verða kallaðir til: Ólafur Kr. Ragnarsson, sérfræðingur hjá Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna, Ingi Steinar Ingason, sviðsstjóri á Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna, Hólmar Örn Finnsson persónuverndarfulltrúi og Jóhann B. Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis sóttvarnalæknis og almannavarna.

Hér má sjá upptöku frá fundi dagsins. 

mbl.is