Vöru- og þjónustujöfnuður neikvæður

Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður alls um 11,1 milljarð fyrir …
Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður alls um 11,1 milljarð fyrir febrúar 2021. Haraldur Jónasson/Hari

Vöruskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði er áætlaður neikvæður um 6,8 milljarða króna og þjónustujöfnuður eru áætlaður neikvæður um 4,3 milljarða króna fyrir febrúar 2021. 

Þetta kemur fram á vef Hagstofu.

Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði er áætlaður 53,1 milljarður króna en vöruinnflutningur 59,9 milljarðar í febrúar 2021. Áætluð útflutt þjónusta fyrir sama mánuð er 17,9 milljarðar á meðan innflutt þjónusta er áætluð 22,2 milljarðar. 

Verðmæti útflutnings vöru og þjónustu dróst saman á milli ára um 20% fyrir febrúar 2021 og var áætlað 71,1 milljarður. 

Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta stóð nánast í stað á milli ára fyrir sama mánuð og nam um 82,1 milljarði.

Verðmæti útflutnings og innflutnings vöru og þjónustu í milljörðum króna, …
Verðmæti útflutnings og innflutnings vöru og þjónustu í milljörðum króna, samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga. Skjáskot frá Hagstofu Íslands.
mbl.is