Í annarlegu ástandi á Landspítala

Lögreglan hafði í nógu að snúast á vaktinni.
Lögreglan hafði í nógu að snúast á vaktinni. mbl.is/Árni Sæberg

Þrjár tilkynningar bárust í gærkvöldi og í nótt vegna einstaklinga sem voru til vandræða. Fyrsta tilkynningin þess efnis barst um hálfníuleytið í gærkvöldi þar sem óskað eftir aðstoð að Landspítala við Hringbraut. Einstaklingurinn reyndist vera í annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangaklefa þar til rynni af honum.

Skömmu eftir miðnætti var óskað aðstoðar í hverfi 105 vegna einstaklings sem var til vandræða. Hann var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar til rynni af honum.

Upp úr klukkan tvö í nótt var síðan óskað eftir aðstoð á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi vegna einstaklings sem var til vandræða. Hann var í einnig annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar til rynni af honum.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í hverfi 104 á sjötta tímanum í gær. Engin slys urðu á fólk en eitthvað tjón varð á bifreiðum.

Laust fyrir klukkan 21 var tilkynnt um innbrot í bifreið í miðbæ Reykjavíkur.

Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 108. Engin slys urðu á fólki en eitthvert tjón á bifreiðum.

Tilkynnt var um innbrot í miðbænum á fimmta tímanum í nótt. Ekkert var frekar skráð um innbrotið.

Upp úr klukkan hálfsex í gær var tilkynnt um umferðaróhapp í Árbænum. Engin slys urðu á fólki en báðar bifreiðarnar eru töluvert tjónaðar.

Tilkynnt var um innbrot í bifreið í Grafarholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi.

Nokkrir ökumenn voru einnig stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert