Risaveldin auka vægi norðurslóða

„Það sýnir vel hve vægi Norðurskautsráðsins og norðurslóða hafa aukist, að það er orðin reglan að allir utanríkisráðherrar aðildarríkjanna, þar á meðal risaveldanna, komi til ársfundar ráðsins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Hann bendir á að fyrirhugað sé að samþykkja sameiginlega ráðherrayfirlýsingu ásamt framtíðarstefnu til 10 ára í fyrsta sinn í sögu ráðsins.

Allra augu munu beinast til Reykjavíkur á fimmtudag þegar ráðherrafundur Norðurskautsráðsins verður settur í Hörpu, en til hans koma allir utanríkisráðherrar aðildarríkjanna. Þar á meðal verða þeir Sergei Lavrov og Antony Blinken, utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, sem ætla að nota tækifærið til tvíhliða viðræðna. Þeir hafa ekki hist áður.

„Það er augljóst að valdaskipti í Washington höfðu ekki áhrif á endurvakinn áhuga Bandaríkjanna á norðurslóðum,“ segir Guðlaugur Þór. Skýr skilaboð um það þegar Biden forseti tók við völdum. „Ég hef átt símafund með Tony Blinken og það fór ekkert á milli mála að áhuginn á norðurslóðum er óbreyttur, sem er gleðiefni. Það er mikilvægt fyrir okkur að viðhalda nánari tengslum vestur, sem tekist hafa á síðustu árum,“ segir Guðlaugur Þór í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert