Mikilvægt að prófa varnargarða

Hraun er farið að þrýsta á varnargarða ofan við Nátthaga.
Hraun er farið að þrýsta á varnargarða ofan við Nátthaga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Varnargarðar geta hamlað hraunstraumi eins og reynslan úr eldgosinu í Heimaey 1973 sýndi, að sögn Ármanns Höskuldssonar, eldfjallafræðings og rannsóknaprófessors við HÍ.

Hann hefur ásamt fleirum unnið að samantekt um virkni varnargarða gegn hraunstraumi.

Sú vinna hófst nokkru áður en fór að gjósa í Geldingadölum. Sérfræðingahópurinn hugaði m.a. að aðgerðum gegn hraunrennsli á Reykjanesskaga.

Eyjamenn gerðu fyrsta garðinn meðfram ströndinni til að verja innsiglinguna. Ármann segir að enn marki fyrir garðinum í hrauninu. Hraunkæling virkaði líka vel og var mest kælt þar sem hraunkanturinn lá utan í varnargarðinum. Fleiri görðum var mokað upp og héldu þeir á móti hrauninu um tíma.

„Slysið varð þegar gígur Eldfells hrundi. Þá opnaðist geil í átt að bænum sem hraun fór að renna um. Það var ekkert hægt að stoppa það,“ segir Ármann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert