Tveir unnu 660 þúsund

Tveir unnu í lottó og fjórir í jókernum.
Tveir unnu í lottó og fjórir í jókernum.

Tveir miðahaf­ar höfðu heppn­ina með sér í lottóút­drætti kvölds­ins og unnu rúmar 660 þúsund krónur hvor, en um annan vinning var að ræða. Fyrsti vinningur gekk ekki út í kvöld.

Miðarnir tveir voru keyptir í Olís á Siglufirði og Hagkaupum á Akureyri.

Fjórir unnu í jókernum og fékk hver þeirra 100 þúsund krónur. Af þeim var einn miði keyptur í Ungó, Reykjansbæ, en þrír vinningshafanna voru í áskrift.

mbl.is