Þykir bréfið til Lilju stórfurðulegt

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist undrandi á bréfi sem Lilju Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, barst frá lögmanni á vegum Samherja. 

Í bréfinu var óskað skýringa á ummælum sem Lilja lét falla í ræðustól Alþingis um Samherja og RÚV. Sérstaklega var vísað til stuðningsyfirlýsingar hennar í garð Ríkisútvarpsins og fullyrðingu um að Samherji hefði gengið „of langt“. Kjarninn birti bréfið í gær.

Bréfið er dagsett 27. apríl en þann 30. maí baðst stjórn Samherja afsökunar á viðbrögðum sínum við fréttaumfjöllun og sagðist hafa gengið of langt. 

Stórfurðulegt að senda slíkt bréf til þingmanns

„Mér finnst þetta bara stórfurðulegt, þingmenn tjá sínar skoðanir hér og hafa fullt frelsi til þess og mér finnst bara stórfurðulegt að senda slíkt bréf til þingmanns. Hún hefur auðvitað fullt frelsi til að sjá sínar skoðanir. Þannig að mér finnst þetta vægast sagt undarlegt," sagði forsætisráðherra í samtali við blaðamann mbl.is eftir ríkisstjórnarfund í dag.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hefur brýnni málum að sinna

Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV greindi Lilja frá því að hún hefði ekki svarað bréfinu enda haft brýnni málum að sinna. Hún sagði orð hennar skýra sig sjálf og benti á að alþingismenn njóti þinghelgi. Lilja segist líta svo á að málinu sé lokið af sinni hálfu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert