Girðing í vegi gangandi

Nýtt grindverk við Fífuhjalla og Fagrahjalla er komið upp.
Nýtt grindverk við Fífuhjalla og Fagrahjalla er komið upp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um eins og hálfs metra há trégirðing hefur verið sett upp við enda Fagrahjalla við Fífuhjalla í Kópavogi. Börn þurfa nú að ganga krókaleið í skólann sem íbúar í botnlanganum segja hættulegri.

„Þegar við sáum að þetta var yfirvofandi þá bentum við á að það væri nú ekki kjörið að loka götunni svona. Börn þurfa að komast yfir þessa götu,“ segir Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, íbúi í Fagrahjalla.

Talsmaður Kópavogsbæjar segir að um sé að ræða framkvæmd sem dragi úr slyshættu og að beiðni hafi komið frá einum íbúa botnlangans. Ekki sé gert ráð fyrir umferð gangandi vegfarenda samkvæmt skipulagi. Um botnlanga sé að ræða og því engin gangstétt sem skapi slysahættu, meðal annars vegna nálægðar við gatnamót, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert