Vonbrigði ef þetta verður niðurstaðan

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Hari

„Þetta yrðu vonbrigði ef þetta verður niðurstaðan,“ segir Sigríður Á. Andersen þingmaður í samtali við mbl.is eftir fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

Sigríður er nú í áttunda sæti en hún sóttist aftur á móti eftir öðru sæti. Hún bætir þó við að þetta séu bara fyrstu tölur og margt geti breyst. 

Sigríður segir prófkjörið hafa verið ágætt á heildina litið en hún hafi ekki notast við dýra markaðssetningu eða kostaða markaðssetningu af neinu tagi. „Maður bara leggur störf sín í dóm kjósenda.“

mbl.is

Bloggað um fréttina