Nýir Garðheimar rísa í Mjóddinni

Nýir Garðheimar. Byggingin sem rísa mun í Mjóddinni verður alls …
Nýir Garðheimar. Byggingin sem rísa mun í Mjóddinni verður alls 7.375 fermetrar. Hún verður framleidd í Hollandi og einingarnar verða fluttar til landsins.

Í borgarkerfinu er til afgreiðslu umsókn Garðheima um að byggja nýja garðyrkjumiðstöð og verslun á lóð sem fyrirtækinu var úthlutað í fyrra að Álfabakka 6 í Mjódd í Breiðholti.

Núverandi aðstaða Garðheima við Stekkjarbakka þarf að víkja fyrir íbúðabyggð. Því munu Garðheimar flytja suður fyrir verslunarmiðstöðina í Mjódd, á lóð sem liggur nálægt Reykjanesbrautinni, í nágrenni við svæði ÍR-inga.Til stóð að bílaumboðið Hekla myndi flytja starfsemi sína á þessi lóð en ekkert varð af þeim áformum. Hekla verður áfram við Laugaveg.

Í erindi Garðheima er sótt um leyfi til að byggja garðyrkjumiðstöð, stálgrindarhús, klætt álsamlokueiningum og gleri á lóð nr. 6 við Álfabakka. PK arkitektar hafa teiknað húsið. Heildarstærð verður 7.375 fermetrar. Byggingin verður á einni hæð ásamt millihæð, sem mun hýsa skrifstofu og matsal starfsfólks.

Þetta verður fyrst og fremst garðyrkjumiðstöð en þar verður einnig að finna plöntu- og gjafavöruverslun, ásamt tilheyrandi stoðrýmum auk útleigurýna fyrir tengda starfsemi svo sem verslunarrekstur og veitingastarfsemi. Aðkoma að byggingunni verður frá nýrri framlengingu Álfabakka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert