Bílabrú Herjólfs óökufær

Tjakkur í ekjubrú Herjólfs gaf sig í morgun með þeim afleiðingum að brúin er óökufær.

Að sögn Péturs Steingrímssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, eru tveir tjakkar notaðir til að lyfta brúnni og bilaði annar þeirra rétt fyrir klukkan 9, áður en Herjólfur átti að leggjast að bryggju í Vestmannaeyjum.

Farþegar eru því enn um borð í Herjólfi en gámalyftari átti að hífa bryggjuna upp til að hægt væri að sigla ferjunni að bryggju.

Næsta ferð Herjólfs frá Eyjum átti að vera klukkan 9.30 og ljóst er að seinkun verður á ferðum ferjunnar í dag.

Pétur segir að engin hætta hafi verið á ferð. Hafnarverðir hafi verið að hífa brúna í rétta stöðu eftir flóð og fjöru þegar tjakkurinn gaf sig.

„Þetta er allt á réttri leið, en það verður smá seinkun, “ segir Pétur.

Fjöldi bíla bíður nú í Landeyjahöfn eftir því að komast …
Fjöldi bíla bíður nú í Landeyjahöfn eftir því að komast um borð í ferjuna. Ljóst er að seinkun verður vegna óhappsins. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert