Hlynur Jónsson skipaður dómari

Hlynur Jónsson.
Hlynur Jónsson. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Hlyn Jónsson lögmann í embætti dómara, með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Hlynur lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1996 og lauk síðar framhaldsnámi í lögfræði frá Chicago-háskóla 1998. Hlynur hefur starfað sem lögmaður í um 16 ár. Hann öðlaðist málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti árið 2011.

Einnig hefur hann starfað sem lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu og setið í ráðherraskipuðum nefndum sem samið hafa drög að lagafrumvörpum.

mbl.is