Janssen skammtarnir búnir

Röðin til að komast í bólusetningu í Laugardalshöll í dag …
Röðin til að komast í bólusetningu í Laugardalshöll í dag var mjög löng. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þeir 300 skammtar sem voru eftir af Janssen eru búnir. Fólk getur því ekki lengur mætt í Laugardalshöllina að láta bólusetja sig í dag. Skammtarnir kláruðust á hálftíma.

Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlingsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

mbl.is