Bíll fór út af þjóðveginum skammt frá Kjalarnesi

Bíllinn fór útaf skammt frá Kjalarnesi.
Bíllinn fór útaf skammt frá Kjalarnesi. Ljósmynd/Aðsend

Töluverðar tafir hafa orðið á þjóðvegi 1 við Kjalarnes og er röð bíla sem stefna norður frá höfuðborgarsvæðinu. Vegfarandi segir í samtali við mbl.is mikið rok á svæðinu og að bíllinn með hjólhýsi í eftirdragi hafi líklega fokið af veginum.

Elín Agnes Kristínardóttir, stöðvarstjóri lögreglunnar á svæðinu, hefur staðfest að vindur hafi orðið þess valdandi að bíllinn fauk af veginum. Enginn er þó slasaður.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is