Mikill fjöldi prúðra ökumanna á leið úr bænum

Rólegt kvöld hjá lögreglunni það sem af er.
Rólegt kvöld hjá lögreglunni það sem af er. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikil umferð var út úr bænum í dag og í gegnum Blönduós. Lögreglan þar sagði þó að allt hefði gengið vel fyrir sig og ekki hefði verið mikið um hraðakstur. 

Helstu fréttir að norðan voru þær að mikill kuldi væri búinn að söðla um sig og snjór væri í fjöllunum. Þetta staðfesti lögreglan á Akureyri sem og lögreglan á Blönduósi.

Tíðindalítið virðist því vera um land allt hjá lögreglunni en Neyðarlínan hefur ekki fengið neinar tilkynningar það sem af er kvöldi.

mbl.is