Rekstur innan marka

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson.

Rekstur Landspítalans, þá einkum staðan á biðlistum og afkomuspá spítalans, var ræddur í fjárlaganefnd þingsins í tengslum við fjáraukalögin.

Neyðarástand á bráðadeild var þó ekki tekið sérstaklega fyrir í nefndinni.

Willum Þór Þórsson, formaður nefndarinnar, segir málið vera til skoðunar hjá framkvæmdastjórn spítalans. Í fjárlögum 2021 sé aðfinna heimild til að fjármagna 100 viðbótarrými, sem var hugsað til að liðka fyrir útskriftum.

„Það virðist hafa sigið á ógæfuhliðina og ég reikna með að það sé blanda af nokkrum þáttum og að kófið hafi örugglega truflað eins og hefur gerst með biðlista,“segir Willum í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert