Bíll í ljósum logum í Garðabæ

Myndin er tekin á vettvangi.
Myndin er tekin á vettvangi. mbl.is/Árni Sæberg

Eldur kviknaði í bíl við Arnarnesbrú laust eftir klukkan sex í kvöld. Bíllinn var að öllum líkindum á ferð þegar eldurinn braust út en hann stóð á aðrein meðan á slökkvistarfi stóð.

Samkvæmt varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu komst reykur inn í bílinn og mikill eldur stóð upp úr honum. Bifreiðin er því mögulega of illa farin til að gera megi við hana.

mbl.is