Útför Johns Snorra

Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fer fram í Vídalínskirkju í Garðabæ …
Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fer fram í Vídalínskirkju í Garðabæ í dag. Hans hefur verið saknað á fjallinu K2 í Pakistan síðan 5. febrúar á þessu ári. Ljósmynd/Facebook

John Snorri Sig­ur­jóns­son­ fjall­göngu­maður verður jarðsunginn frá Vídalíns­kirkju í Garðabæ klukkan eitt í dag. Útförin verður í beinu streymi sem nálgast má hér: 

Ekk­ert hef­ur spurst til Johns Snorra síðan 5. fe­brú­ar síðastliðinn þegar hann týnd­ist á fjallinu K2 í Pakistan, næst­hæsta fjalli heims og jafn­framt því hættu­leg­asta. John Snorri freistaði þess að verða einn þeirra fyrstu í sög­unni til að klífa tind fjalls­ins að vetri til, en hann var fyrsti Íslendingurinn til að komast á topp fjallsins. 

Um­fangs­mik­il leit var gerð að John Snorra og fé­lög­um hans sem týnd­ust með hon­um, en hún bar ekki ár­ang­ur.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert