Brennslustöð í stað urðunar

Álfsnes. Unnið er að því að draga úr urðun með …
Álfsnes. Unnið er að því að draga úr urðun með flokkun. mbl.is/Árni Sæberg

Sorpsamlögin fjögur á Suðvesturlandi hafa ákveðið að hefja undirbúning að innleiðingu nýrrar framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað þess að urða hann.

Felst verkefnið í að undirbyggja ákvarðanir um tæknilausnir, staðarval og kostnað og á niðurstaða í því að liggja fyrir innan fjögurra mánaða.

Samkvæmt lögum þarf að draga mikið úr urðun sorps hér á landi, eins og annars staðar. Liður í breytingunni er bygging Sorpu á gas- og jarðgerðarstöðinni „Gaja“. „Næsta stóra verkefnið er að afsetja brennanlegan úrgang,“ segir Líf Magneudóttir, formaður stjórnar Sorpu. Hún segir að sorpsamlögin fjögur hafi með þessu tekið höndum saman við að innleiða hringrásarhagkerfið.

Sorpsamlögin eru, auk Sorpu, Kalka á Suðurnesjum, Sorpurðun Vesturlands og Sorpstöð Suðurlands. Umhverfisráðuneytið stendur að vinnunni með þeim og verður einnig horft til lausna fyrir allt landið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »