Borgin ekki tilbúin að borga

Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir óvissu um framlag Reykjavíkurborgar til uppbyggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu. Rætt hefur verið um að slíkur leikvangur í Laugardal gæti kostað um 15 milljarða.

„Það sem er kannski að koma í ljós er að Reykjavíkurborg virðist ekki tilbúin að taka á sig þann stofnkostnað sem leiðir af hlutdeild hennar í félaginu, þótt hún hafi lagt mikið kapp á það í upphafi að hafa meirihluta.

Það er mikilvægt að það liggi fyrir að hvaða marki Reykjavíkurborg sér ávinning af því að hafa þjóðarleikvang í Reykjavík. Það er ekki fyrirfram gefin niðurstaða en við vildum leggja af stað með verkefnið í þeirri trú að Reykjavíkurborg legði upp úr því að mannvirkið risi í höfuðborginni og í Laugardalnum. En það hefur ekki fengist botn í það samtal. Ég hef lagt áherslu á að í millitíðinni séum við að nýta tímann til að greina þá valkosti sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Bjarni í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert