Töldu ummerki vera um hvítabjörn á Hornströndum

Hvítabjörn.
Hvítabjörn. AFP

Lögreglan á Vestfjörðum fékk í gærkvöldi tilkynningu frá gönguhópi á Hornströndum, nánar til tekið Hlöðuvík, um ummerki eftir óþekkt dýr, mögulega hvítabjörn. Eftir nánari eftirgrennslan og rannsóknir lauk leit og ekki er talið að um hvítabjörn hafi verið að ræða. 

Lögregla hafði þegar tilkynning barst óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem fór ásamt tveimur lögreglumönnum í eftirlitsflug yfir svæðið. Enginn hvítabjörn var sjáanlegur, en fyrst um sinn þótti ekki útilokað að ummerki eftir hvítabjörn væru á svæðinu. 

Ráðstafanir voru gerðar til þess að láta fólk á svæðinu vita, sem og ferðaþjónustuaðila. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert