Biður Jón Steindór afsökunar

Benedikt Jóhannesson.
Benedikt Jóhannesson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og formaður Viðreisnar, hefur beðið Jón Steindór Valdimarsson þingmann flokksins afsökunar á ummælum sem Benedikt hafði uppi fyrr í vikunni og sneru að færslu Jóns á lista Viðreisnar úr Suðvesturkjördæmi í Reykjavíkurkjördæmi norður. 

„Viðbót­ar­snún­ing­ur kom á þetta mál þegar Jón Stein­dór, sem hef­ur verið í flokkn­um frá upp­hafi, var færður úr lík­legu sæti í suðvest­ur og yfir í ólík­legt sæti í Reykja­vík norður. Reynt að slá fleiri en eina flugu í sama höggi,“ sagði Bene­dikt. 

Í færslu sem Jón birti á Facebook í gær gagnrýndi hann ummæli Benedikts:

„Hér virðist Bene­dikt, trú­lega í mis­skil­inni greiðasemi við mig, gera tor­tryggi­legt að ég sé kom­inn úr öðru sæti í Suðvest­ur­kjör­dæmi í annað sæti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður. Vænt­an­lega vill hann benda á að hér sé illa farið með góðan dreng eins og hann af klíku­skap og klækja­stjórn­mál­um for­ystu Viðreisn­ar – það er víðsfjarri öll­um sann­leika og bjarn­ar­greiði við mig. Sama gild­ir um sam­særis­kenn­ing­ar um að körl­um hafi verið raðað í efstu sæti landa­byggðar­kjör­dæm­anna til þess að úti­loka að Bene­dikt fengi ósk sína upp­fyllta um for­yst­u­sæti í ein­hverju kjör­dæm­anna þriggja á höfuðborg­ar­svæðinu,“ skrif­aði Jón.

Nú hefur Benedikt, sem sagði sig nýverið úr framkvæmdastjórn Viðreisnar, beðist afsökunar á ummælunum: 

„Í samtali við mbl.is fyrr í vikunni nefndi ég Jón Steindór Valdimarsson og færslu hans á lista Viðreisnar, úr Suðvesturkjördæmi í Reykjavík [n]orður. Ummæli mín voru án alls samráðs við Jón og í óþökk hans. Jón Steindór er drengur góður og við höfum lengi barist fyrir sama málstað. Ég hef beðið hann afsökunar persónulega á ummælum mínum um hann og geri það hér með einnig opinberlega,“ skrifar Benedikt á Facebook. 

mbl.is