Samfylking aldrei minni og Sósíalistar fengju mann

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylgi Samfylkingarinnar hefur ekki mælst minna á öllu kjörtímabilinu og stendur nú í um 10%. Fylgi Pírata eykst og er um 13%.

Nýr Þjóðarpúls Gallup birtist í dag.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú um 59% en samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er um 49%.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka sem fyrr, með um 24% fylgi. Því næst koma Vinstri-græn með tæp 15%. Þar á eftir koma Píratar, þá Viðreisn með tæp 11%, svo Framsóknarflokkurinn með rétt rúm 10%.

Næst á eftir þeim er Samfylkingin með rétt tæp 10% og þá Miðflokkurinn með 7,5%. Sósíalistaflokkur Íslands mælist inni á þingi með 5,4% en Flokkur fólksins fengi ekki þingmann með 4,2%.

Um einn af hverjum tíu tekur ekki afstöðu og um 8% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert