Vatnsborð hefur sjatnað á Norðurlandi

Miklir vatnavextir voru í Glerá á Akureyri.
Miklir vatnavextir voru í Glerá á Akureyri. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Samkvæmt Veðurstofunni hefur sjatnað í öllum ám á Norðurlandi en rík­is­lög­reglu­stjóri ákvað í síðustu viku í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Norður­landi eystra að lýsa yfir hættu­stigi vegna vatna­vaxta í ám og vötn­um á svæðinu. 

Samkvæmt Veðurstofunni er vatnsmagnið einna mest nú í Hörgá en það sé ekki mikið miðað við hvernig ástandið var í síðustu viku.

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir í samtali við mbl.is að ástandið sé að ganga til baka í rétta átt en gat ekki svarað til um hvort hættustigi almannavarna yrði aflétt á morgun. „Það er alla vega minni hiti og hefur kólnað mikið svo að vatnsmagnið er að minnka,“ segir vaktstjóri hjá lögreglunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert