Rýmingu aflétt fyrir öll hús

Enginn slasaðist þegar aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð.
Enginn slasaðist þegar aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð. Aðsend/Erna Geirsdóttir

Rýmingu hefur verið aflétt á síðustu húsunum sem enn gilti rýming fyrir í Varmahlíð. Um er að ræða húsin við Laugaveg 15 og 17 og Laugahlíð. Þetta var ákveðið á fundi almannavarnanefndar Skagafjarðar í kvöld.

Búið er að komast að upptökum vatnsins sem olli skriðunni á þriðjudaginn, og búið að beina því fram hjá byggðinni til þess að tryggja svæðið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra.

mbl.is