Druslugangan gengin 24. júlí

Druslugangan fór síðast fram árið 2019.
Druslugangan fór síðast fram árið 2019. mbl.is/Hari

Druslugangan verður gengin í tíunda skiptið næstkomandi laugardag, 24. júlí. 

Gengið verður af stað klukkan 14 frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti og endað á Austurvelli þar sem við taka ræðuhöld og tónlistaraðriði. 

Druslugangan er samstöðuganga með þolendum kynferðisofbeldis og „vopn okkar gegn þöggun, skömm og ofbeldi“. Gangan hefur stækkað ört frá því hún var fyrst gengin árið 2011, en vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var hún ekki gengin í fyrra. 

Við sáum það í annarri bylgju # metoo í vor að gangan er mikilvæg sem aldrei fyrr og þurfum við að halda áfram að berjast gegn því kerfislæga og samfélagslega meini sem ofbeldi er.
Kynferðisofbeldi og misbeiting valds á sér stað í öllum kimum samfélagsins og skiptir það lykilmáli að halda umræðunni á lofti og krefjast aðgerða í baráttunni gegn öllu ofbeldi,“ segir á viðburði Druslugöngunnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert