Áfram þurrt og bjart á Austurlandi

Blíðskaparveður hefur verið á austanverðu landinu undanfarið.
Blíðskaparveður hefur verið á austanverðu landinu undanfarið. mbl.is/Sigurður Bogi

Áfram verður suðvestlæg átt ríkjandi á landinu. Í dag verður almennt skýjað og dálítil væta af og til á vesturhelmingi landsins, en lengst af þurrt og bjart veður austan til. 

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands að hiti verði á svipuðum nótum og verið hefur; 8 til 15 stig um landið vestan til en 15 til 25 gráður í sólinni fyrir austan. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Suðvestan 5-15 m/s og dálítil væta á vestanverðu landinu, hvassast á Ströndum, en léttskýjað fyrir austan. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast austan til.

Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil rigning á sunnan- og vestanverðu landinu, en þurrt og víða bjart eystra. Áframhaldandi hlýindi.

Á föstudag og laugardag:
Hæg suðvestlæg átt. Skýjað og dálítil súld vestan til, en bjart með köflum og stöku skúrir annars staðar. Áfram fremur hlýtt í veðri.

Á sunnudag:
Suðvestlæg átt, bjart og hlýtt veður austanlands en skýjað og dálítil úrkoma um vestanvert landið.

Á mánudag:
Útlit fyrir vestlæga átt. Skýjað og úrkomulítið vestan til, en lengst af bjart veður á SA- og A-landi. Hiti 10 til 18 stig.

mbl.is