Stórbrotið myndskeið ofan af Fagradalsfjalli

Fátt vekur athygli ljósmyndara og kvikmyndatökumanna eins og eldgos.
Fátt vekur athygli ljósmyndara og kvikmyndatökumanna eins og eldgos.

Öruggt er að segja að fátt veki áhuga ljósmyndara og kvikmyndatökumanna jafn rækilega og eldgos. Fjölmargir hafa heimsótt landið í því skyni að mynda gosið.

Drónaupptökumaðurinn Alex Bankhead er einn þeirra sem ákváðu að heimsækja landið og nota dróna til að mynda gosið. 

Hann deildi með mbl.is myndskeiði þar sem sjá má magnað sjónarspil eldgossins. Meðal annars er hægt að horfa beint niður í gíg þess.

Bankhead hefur tekið upp drónamyndskeið víðs vegar um heiminn og er hægt að skoða fleiri myndskeið eftir hann á Instagram-reikningnum hans, bankhead.droneography.

mbl.is