Göngumaður villtist við Snæfell

Liðsmenn úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Myndin er úr safni.
Liðsmenn úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út um áttaleytið í morgun vegna göngumanns sem óskaði eftir aðstoð í grennd við Snæfell.

Svartaþoka er á svæðinu sem olli því að göngumaðurinn villtist.

Björgunarsveitir hafa staðsett viðkomandi og eru á leið að honum, að því er segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Nokkuð hefur verið um útköll hjá björgunarsveitum síðasta sólarhringinn þar sem meðal annars var óskað eftir aðstoð vegna slyss á Kjalvegi og göngufólks í sjálfheldu sem óskaði eftir aðstoð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert