Pakkhúsið opnar aftur eftir smit

Höfn í Hornafirði.
Höfn í Hornafirði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Veitingastaðurinn Pakkhúsið á Höfn í Hornafirði verður opnaður aftur kl. 17 í dag eftir að hafa verið lokaður í tæpa viku vegna kórónuveirusmits hjá einum starfsmanni. 

Þetta kemur fram á facebooksíðu staðarins.

Allir starfsmenn voru sendir í skimun eftir að smitið kom upp og húsakynnin sótthreinsuð. 

mbl.is