Eldur í bíl í Hafnarfirði

Eldur kviknaði í númeralausum bíl í Hafnafirði á ellefta tímanum.
Eldur kviknaði í númeralausum bíl í Hafnafirði á ellefta tímanum. Ljósmynd/Aðsend

Eldur kviknaði í númeralausum bíl í Hafnarfirði nú á ellefta tímanum í kvöld. Þetta staðfestir starfsmaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í samtali við mbl.is.

Slökkviliðsmenn eru komnir á vettvang og vinna að því að ráða niðurlögum eldsins. Ekki var talið að mikil hætta stafaði af eldinum.  

Bíllinn stóð tómur í iðnaðarhverfi í Hafnafirði, Hjallahrauni nánar tiltekið. Það tók slökkvilið stutta stund að ráða niðurlögum eldsins. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is