Tveir íslenskir miðahafar fengu vinning

Eurojackpot.
Eurojackpot.

Vinningstölur dagsins í Eurojackpot og Jóker liggja nú fyrir. Samkvæmt tilkynningu frá Íslenskri getspá hlaut enginn fyrsta vinning en hann hljóðaði upp á hvorki meira né minna en 8.523.340.800 krónur.

Tveir miðar keyptir hér á landi fengu þó annan vinning í Jóker sem skilar viðkomandi hundrað þúsund krónum á mann.

Íslensku miðarnir sem hlutu annan vinning í Jóker voru seldir í Kúlunni á Réttarholtsvegi 1 og svo í Söluskálanum Björk á Austurvegi 10, Hvolsvelli.   

Sex fengu annan vinning í Eurojackpot en hann nemur 59.743.590 krónum. Þeir miðar voru þó ekki seldir hér á landi, en tveir voru keyptir í Finnlandi, tveir í Þýskalandi og sitt hvor miðinn í Tékklandi og Svíþjóð.

Fimm fengu þá þriðja vinning í Eurojackpot sem skilar þeim 25.303.150 krónum. Þar af voru þrír í Þýskalandi, einn í Danmörku og einn í Slóvakíu.

mbl.is