Viðburðir um verslunarmannahelgina

Fjöldi smærri viðburðar verður haldinn víða um landið yfir verslunarmannahelgina.
Fjöldi smærri viðburðar verður haldinn víða um landið yfir verslunarmannahelgina. Kort/mbl.is

Versl­un­ar­manna­helg­in er handan við hornið og er það vanalega stærsta ferðahelgin hér á landi enda margt að sækja. Helgin verður þó með óhefðbundnu sniði í ár þar sem nær öllum stórum hátíðum þar sem fleiri en 200 koma saman hefur verið aflýst. Nóg verður þó um smærri viðburði um land allt, en mbl.is. hefur tekið saman helstu viðburði sem munu fara fram um helgina.

Börn að leik í blíðviðrinu á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri.
Börn að leik í blíðviðrinu á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri. mbl.is/Margrét Þóra

Útlit fyrir bjart og hæglátt veður 

Útlit er fyrir ágætisveður um allt land um helgina, hægan vind, víða bjart og að mestu þurrt, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands. Hlýjast verður í innsveitum fyrir norðan og á Vestfjörðum. Á laugardag verður skýjað með köflum og lítils háttar væta á Suður- og Vesturlandi. Þá má búast við síðdegisskúrum á sunnanverðu landinu á sunnudag.

Tónlistin verður allsráðandi á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina.
Tónlistin verður allsráðandi á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Kort/mbl.is

Suður- og Suðvesturland

Tón­list­ar­hátíðin Inni­púk­inn hefur verið vel sótt á ári hverju en henni hefur verið aflýst. 

Nóg verður þó um smærri tónlistarviðburði í bænum um helgina en má þar helst nefna:

Tónleikar Helga Björns, „Heima með Helga“ í beinu streymi á laugardag.

Tónleikar Teits Magnússonar á Sólheimum á laugardag.

Kvartett Högna Egilssonar á Laugavegi 18 á laugardag.

Sumardjass kvartett Bjarna Más á Jómfrúartorgi á laugardag.

Tónleikar Hermigervils í 12 tónum á Skólavörðustíg á laugardag.

Orgelsumar í Hallgrímskirkju á laugardag.

Djasstónleika Unnar Birnu og Björns Thoroddsen í Tryggvaskála á laugardag og í Skyrgerðinni í Hveragerðinni á sunnudag.

Sumartónleika Umbra í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði á sunnudag.

Tónleikar Hreims og Magna á Sjálandi í Garðabæ á sunnudag.

Síðdegistónleika GDRN og Magnus Jóhanns á Skuggabaldri á sunnudag.

Brekkusöng á Þjóðhátíð í beinu streymi á sunnudag.

Fjölskylduhelgi verður í Landnámssetrinu, fatamarkaður á Prikinu og svokölluð Bokashi-vinnustofa í Munasafninu í Reykjavík á laugardag. Þá verður sumarmessa í Garðakirkju á sunnudag.

Birnir og Herra Hnetusmjör munu troða upp á Sjallanum á …
Birnir og Herra Hnetusmjör munu troða upp á Sjallanum á Akureyri um helgina.

Norðurland

Þrátt fyrir að fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu“ hafi verið aflýst verður nóg um að vera á Akureyri um helgina, að því er greint er frá í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

Má þar helst nefna fjallahlaupið Súlur Vertical og hjólreiðahátíð Greifans. Þá verður kirkjutröppuhlaupið við Akureyrarkirkju á sínum stað og allir krakkar velkomnir. Hvolpasveitin mun mæta og færa börnunum glaðning frá Ölgerðinni.

Í sundlaug Hrafnagils verður boðið upp á svokallað AquaZumba með Þórunni Kristínu. Þá mun paramót á vegum líkamsræktarstöðva Norður AK verða haldið frá föstudegi til sunnudags.

Rafhjólaklúbbur Akureyrar verður með Rafhjólaleikana 2021 og AKUREYRI.BIKE-götuhjólaáskorunin verður haldin eins og undanfarin ár.

Á flötinni fyrir neðan leikhúsið verður komið upp sannkallaðri fjölskylduflöt þar sem tívolí mun vera opið til 23:30 alla dagana, Kastalar ehf. mæta með Nerfstríð, og hinir sívinsælu Vatnaboltar verða á staðnum.

Handverks- og hönnunarmessu verður slegið upp í húsi Rauða krossins þar sem hægt verður að skoða skemmtilega hönnun og handverk.

Húlludúllan verður með húllaverksmiðju fyrir krakka í Kjarnaskógi og markaðsstemning verður á Ráðhústorginu þar margt skemmtilegt verður til sölu.

Þá ætla Sambíóin á Akureyri að vera með tilboð á nýju Space Jam-myndina og söfn bæjarins verða opin.

Haldin verður gönguhátíð á Súðavík um helgina.
Haldin verður gönguhátíð á Súðavík um helgina. mbl.is/Golli

Vesturland

Vegna fjöldatakmarkana eru nær engir viðburðir á dagskrá á Vesturlandi um verslunarmannahelgina, samkvæmt upplýsingum frá Ingibjörgu Hjartardóttur, framkvæmdastjóra Húsafell Resort, sem heyrir undir Hótel Húsafell ehf. og Húsafell Giljaböð ehf. sem rekur afþreyingarmiðstöð, tjaldsvæði, sundlaug, náttúruböð og golfvöll á Vesturlandi.

„Venjulega værum við með stútfullt tjaldsvæði, brennu og brekkusöng en við þurftum að aflýsa því í ár. Okkur þykir það mjög leitt því þetta hefur yfirleitt haft mjög mikið aðdráttarafl. Þannig að við erum frekar spæld. Venjulega væru kannski 800-900 manns á tjaldsvæðinu yfir þessa helgi en núna verður töluvert minna vegna fjöldatakmarkana,“ segir Ingibjörg.

Þó mun göngufélag Súðavíkur í samstarfi við Súðavíkurhrepp og gönguklúbbinn „Vesen og vergangur“ halda gönguhátíð á Súðavík. Miðað er við hámarksfjölda 50 í hverja göngu og mun heildarfjöldi seldra armbanda ekki fara yfir 150, samkvæmt upplýsingum hátíðarhaldara. Hægt er að kaupa miða á hátíðina hér

Hringleikur mun leika listir sýnar á sirkussýningunni Allra veðra von …
Hringleikur mun leika listir sýnar á sirkussýningunni Allra veðra von á Austurlandi um helgina.

Austurland

Nokkrir viðburðir verða á Austurlandi en þar má helst nefna sirkusnámskeið Hringleiks í Fjarðabyggð og á Egilsstöðum, nýsirkussýninguna „Allra veðra von“ í Neskaupstað og í Loðmundarfirði og Neistaflugsgönguna á Grænanesi.

mbl.is