Starfsmaður á Grund smitaður

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Grund greindist með kórónuveiruna í gær. Þegar eru tveir heimilismenn og einn starfsmaður með veiruna. 

Í pósti sem sendur var til starfsmanna Grundar kemur fram að starfsmaðurinn hafi síðast mætt til vinnu á föstudag. Nokkrir heimilismenn séu komnir í sóttkví og aðstandendur verið látnir vita. 

Aðeins einn annar starfsmaður lenti í sóttkví vegna smitsins. 

mbl.is