1.200 manns fengu örvunarskammt í dag

Kennarar og aðrir starfsmenn skóla fengu örvunarskammt í dag. Byrjað …
Kennarar og aðrir starfsmenn skóla fengu örvunarskammt í dag. Byrjað var á fólki sem fæddist í janúar og febrúar mbl.is/Unnur Karen

Nokkuð vel gekk að bólusetja á Suðurlandsbraut í dag, en starfsmenn skóla sem bólusettir voru með Janssen fengu svokallaðan örvunarskammt af bóluefni. Um er að ræða starfsmenn sem eru fæddir í janúar og febrúar.

„Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur í dag. Það komu um tólf hundruð manns til okkar í dag og fengu bólusetningu,“ segir Margrét Héðinsdóttir, verkefnastjóri bólusetninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Hún segir mikið hafa verið að gera í dag en það vegi líka þungt í því að tveir mánuðir voru undir í bólusetningu starfsmanna skóla í dag. Á morgun verður starfsfólk skóla, sem fæddist í mars, bólusett með örvunarskammti.

Bóluefninu deilt í vöðva og örvunarskammtur þar með afgreiddur.
Bóluefninu deilt í vöðva og örvunarskammtur þar með afgreiddur. mbl.is/Unnur Karen

Gerir þú þá ráð fyrir því að það verði minna að gera á morgun?

„Nei, ekkert endilega, það er líka bara margt fólk að koma sem er ekki í þessum hópi. Til dæmis fólk sem á eftir að láta bólusetja sig og námsmenn sem eru að fara í nám erlendis og geta því ekki beðið fram í þriðju viku mánaðarins.“

Hún segir að bólusett verði áfram á Suðurlandsbraut fram í þriðju viku mánaðarins. Þá verði starfsemin færð yfir í Laugardalshöll. Fyrir liggur að boðaðir verði í örvunarskammt, í þriðju viku ágúst, allir þeir sem fengu bóluefni Janssen nú í vor og sumar.

mbl.is