Mikil gleði á Hellishólum yfir helgina

Mikil gleði var á Hellishólum yfir verslunarmannahelgina. Víðir Jóhannsson, ferðaþjónustubóndi …
Mikil gleði var á Hellishólum yfir verslunarmannahelgina. Víðir Jóhannsson, ferðaþjónustubóndi á Hellishólum, hélt þar fjölskylduskemmtun í 15. sinn.

Mikil gleði var á Hellishólum yfir verslunarmannahelgina. Víðir Jóhannsson, ferðaþjónustubóndi á Hellishólum, hélt þar fjölskylduskemmtun í 15. sinn.

„Það var alveg æðislega gaman og allir gestirnir voru til fyrirmyndar,“ segir Víðir. Hann segir að vel hafi gengið að virða þær fjöldatakmarkanir sem í gildi eru.

„Við vorum með það mikið af klósettum og vorum með þrjú svæði sem fólk skiptist á. Svo vorum við auðvitað í mjög nánu samstarfi við lögregluna, en hún var dugleg að kíkja við og aðstoða okkur með leiðbeiningar.“

Hann segir hátíðina aðallega vera hugsaða sem hátíð fyrir fjölskyldufólk og því hafi mörg lítil börn verið á svæðinu. Alls konar skemmtun var fyrir krakkana en ærslabelgur á svæðinu naut mikilla vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar. Aðalkvöld hátíðarinnar var á laugardeginum, þá var brenna og brekkusöngur þar sem trúbador spilaði undir. Á sunnudeginum var síðan golfmót.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert