Búrhval rak á land á Snæfellsnesi

Búrhvalstarf rak á land við Ytri Tungu.
Búrhvalstarf rak á land við Ytri Tungu. mbl.is/Þorsteinn

Búrhvalstarf rak á land um þar síðustu helgi við Ytri-Tungu á sunnanverðu Snæfellsnesi.  Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, telur að hvalinn hafi rekið á land sunnudaginn 25. júlí. Hvalurinn var ekki nýdauður og hafði verið á reki í þó nokkurn tíma.

Róbert heyrði frá heimamönnum að þeir hefðu fyrst séð hvalinn á laugardeginum 24. júlí á reki fyrir utan ströndina en Ytri-Tunga er vinsæll ferðamannastaður og mikil selaskoðun er á svæðinu.

Þá telur Róbert mjög líklegt að um sé að ræða sama hval og sást á reki í Faxaflóa fyrir rúmum tveimur vikum.

Búrhvalur á reki í Faxaflóa þann 18. júlí síðastliðinn.
Búrhvalur á reki í Faxaflóa þann 18. júlí síðastliðinn. Ljósmynd/Fróði Guðmundur Jónsson

Hvalurinn var 12,6 metrar á lengd og því ekki orðinn fullvaxinn. Ekki er vitað af hverju hann drapst.

Róbert segir hvalinn mjög úldinn og að af honum stafi afar vond lykt en loftmengun er þó ekki það mikil að hún teljist hættuleg. Hvalurinn mun ekki hafa verið útþaninn þegar Náttúrustofa Vesturlands fór á vettvang í síðustu viku.

Að sögn Róberts sjást búrhvalir reglulega við Snæfellsnes og við mynni Breiðafjarðar. Róbert bendir á að hvalaskoðunarfyrirtæki sem geri út frá Grundarfirði og Ólafsvík sjá búrhvali nokkuð reglulega yfir sumartímann.

Samkvæmt verklagsreglum Umhverfisstofnunar er förgun í höndum stofnunarinnar sem tekur ákvörðun um hvort hræ séu látin vera eða þeim fargað. Ekki náðist í fulltrúa Umhverfisstofnunar um úrgangsmál við gerð fréttarinnar.

Búrhvalurinn hafði líklega verið á reki í þó nokkurn tíma.
Búrhvalurinn hafði líklega verið á reki í þó nokkurn tíma. mbl.is/Þorsteinn
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »