Innlagnir sáralitlar í 5. bylgju

Eftir á að hyggja voru 2. og 4. bylgjan varla …
Eftir á að hyggja voru 2. og 4. bylgjan varla nema gárur. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Enn sem komið eru innlagnir í þessari 5. bylgju kórónuveirunnar hér á landi sáralitlar miðað við það sem gerðist í fyrri bylgjum.

Það er augljós ályktun, sem draga má af myndritinu að neðan, sem gert er samkvæmt tölfræði, sem tekin var saman af Landspítalanum og Landlæknisembættinu að beiðni Morgunblaðsins. 

Smella má á grafið til að stækka það.
Smella má á grafið til að stækka það.

Líkt og sjá má er þessi fimmta og nýjasta bylgja kórónuveirufaraldursins, sú sem hæst rís þegar litið er til fjölda smita, enda er Delta-afbrigðið svonefnda mun meira smitandi en hin fyrri og jafnað við hlaupabólu að því leyti.

Sömuleiðis getur það smitað bólusett fólk og endursmitað þá, sem fengið hafa Covid-19 áður. Bólusetning gerir slíkt smit þó mun ólíklegra, en fái menn einkenni eru þau mun vægari en fólk hefur kynnst í fyrri bylgjum. Þá virðist bólusetning nær alveg koma í veg fyrir andlát af völdum veirunnar.

Þriðja bylgjan reyndist afdrifaríkust.
Þriðja bylgjan reyndist afdrifaríkust. mbl.is/Árni Sæberg

Þrjár bylgjur

Þó talað hafi verið um fimm bylgjur, blasir við að nær væri að tala um þrjár bylgjur. Eftir á að hyggja voru 2. og 4. bylgjan varla nema gárur. Hins vegar eru þessar þrjár bylgjur um margt mjög ólíkar.

Allar risu bylgjurnar hratt, en sjúkrahúsinnlagnir, gjörgæsla og andlát hafa verið mjög mismunandi. Þá blasir við að innlagnir hefjast talsvert eftir að bylgjurnar rísa, en í því tilliti er e.t.v. full snemmt að fagna því hve bærileg þessi síðasta bylgja hefur verið.

Fyrsta bylgjan hneig nokkuð ört og sjúkrahúsinnlagnir ekki ákaflega margar, en hins vegar voru hlutfallslega margir lagðir á gjörgæsludeild og allnokkur dauðsföll.

Það er hins vegar seinni stóra bylgjan (nefnd 3. bylgjan), sem reyndist afdrifaríkust.

Hún virtist reyndar ætla að verða skammær og var tekin að hníga, þegar hópsmit í heilbrigðiskerfinu – fyrst og fremst á Landakoti – fjölguðu dauðsföllum ákaflega á skömmum tíma, mikið var um innlagnir að viðbættri einangrun langlegusjúklinga með virk smit. Fyrir vikið var sú bylgja líka lengi að hníga.

Aftur á móti er þessi þriðja stóra bylgja (nefnd 5. bylgjan) langhæst í smitum, en innlagnir eru enn fáar og fara mun hægar af stað en áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert