Kviknaði í bíl við Hvalfjarðargöngin

Bílaröð við Hvalfjarðargöngin fyrir skömmu síðan.
Bílaröð við Hvalfjarðargöngin fyrir skömmu síðan. Ljósmynd/Aðsend

Eldur kviknaði í fólksbíl norðan við Hvalfjarðagöngin kl. 14:30. Öllu slökkvistarfi er lokið og ekki er búist við frekari töfum á umferð. 

Ökumaðurinn var einn í bílnum og hann slasaðist ekki en bíllinn er gjöreyðilagður. Ekki er vitað hvað olli brunanum.

Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir mikið lán að bíllinn hafi ekki verið kominn ofan í göngin. 

Fréttin hefur verið uppfærð 

mbl.is