Mikilvægt að halda ungmennastarfi gangandi

Formaður UMFÍ segir mikilvægt að halda íþróttastarfi barna og ungmenna …
Formaður UMFÍ segir mikilvægt að halda íþróttastarfi barna og ungmenna gangandi. Ljósmynd/UMFÍ

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, er mótfallinn því að aflétta samkomutakmörkunum en segir mikilvægt að halda íþróttastarfi barna og ungmenna gangandi.

Hann telur brýnt að vernda heilbrigðiskerfið en mikilvægt sé fyrir börn og unglinga að stunda íþróttir og að rútína í lífi þeirra létti á öllu öðru í samfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UMFÍ.

„Við getum ekki opnað fyrir allt í samfélaginu og hagað okkur eins og áður. Nýgengi smita þessa dagana er allt of mikið og útbreiðsla kórónuveirunnar í samfélaginu hröð. Á sama tíma verðum við að tryggja reglu í lífi barna og ungmenna. Skipulagt starf léttir á miklu í samfélaginu,“ segir Haukur í tilkynningunni. 

Ríkisstjórnin átti í gær fund með öllum helstu fulltrúum íþróttahreyfingarnar og segir Haukur að ríkt hafi mikill samhljómur um að halda skólastarfi með eins eðlilegum hætti og kostur er á, með útfærslum á smitvörnum í stað íþyngjandi takmarkana.

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ.
Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert