„Algjört draumakvöld“

Víkingur Heiðar Ólafsson.
Víkingur Heiðar Ólafsson. mbl.is/Einar Falur

Víkingur Heiðar Ólafsson varð nú á laugardag fyrsti íslenski einleikarinn til þess að koma fram á tónlistarhátíðinni Proms sem haldin er af BBC. Víkingur lék þá tvö píanókonsertverk eftir Bach og Mozart. Tónleikarnir fóru fram í Royal Albert Hall í London.

„Þetta gekk allt bara ótrúlega vel, algjört draumakvöld í rauninni,“ segir Víkingur í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Öllum takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í Bretlandi fyrir tæpum mánuði og voru því áhorfendur í salnum. „Það voru þarna eflaust milli fimm og sex þúsund manns á tónleikunum og það er náttúrlega ótrúlegt að fá að upplifa aftur að spila fyrir áhorfendur, eiginlega bara óraunverulegt.“

Proms-hátíðin er ein stærsta og virtasta tónlistarhátíð heims þar sem áherslan er lögð á klassíska tónlist. Hátíðin er þó í raun tónleikaröð en hún spannar nú í ár sex vikur. Þá hefur hún verið haldin árlega frá árinu 1895 og hefur markmið hátíðarinnar ávallt verið að reyna að ná til eins fjölbreytts áheyrendahóps og hægt er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert