Ákærður fyrir að hafa myrt Freyju

Saksóknari segist búast við að maðurinn játi öðru sinni.
Saksóknari segist búast við að maðurinn játi öðru sinni. AFP

Fyrrverandi sambýlismaður Freyju Egilsdóttur Mogensen hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt hana hinn 29. janúar.

Maðurinn, sem er 51 árs, er sakaður um að hafa kyrkt hana áður en hann skar lík hennar í sundur og reyndi að fela það.

Játaði hann brot sín við yfirheyrslu lögreglu eftir að hafa verið handtekinn á heimili sínu. Þar fannst lík hennar einnig illa leikið.

Manndráp árið 1996

Maðurinn hlaut árið 1996 tíu ára dóm fyr­ir mann­dráp á tví­tugri barn­s­móður sinni þegar son­ur þeirra var aðeins tveggja ára. Drápið var framið 23. nóv­em­ber árið 1995 en hann stakk konuna átján sinnum með eld­hús­hníf.

Greint er frá ákærunni í Ekstra Bladet og haft eftir saksóknaranum Jesper Rubow að hann búist við því að maðurinn játi einnig fyrir rétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert