Jón lenti í alvarlegu slysi og Maríanna tekur við

Maríanna Garðarsdóttir, tímabundinn framkvæmdastjóri þjónustusviðs Landspítalans.
Maríanna Garðarsdóttir, tímabundinn framkvæmdastjóri þjónustusviðs Landspítalans.

Maríanna Garðarsdóttir hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra þjónustusviðs á Landspítala af Jóni Hilmari Friðrikssyni, sem er kominn í leyfi vegna alvarlegs slyss.

Í tilkynningu frá Landspítala kemur fram að Maríanna hafi orðið forstöðumaður rannsóknarþjónustu spítalans árið 2019. Hún lauk kandídatsprófi í læknisfræði árið 1999 og sérfræðinámi í myndgreiningu frá Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg árið 2007. Frá þeim tíma var Maríanna röntgenlæknir á Landspítala og yfirlæknir frá árinu 2014.

Á þjónustusviði Landspítala eru fjórir kjarnar; rannsóknarstofur, blóðbanki og myndgreining í einum klasa. Aðföng, fasteignir og umhverfi í öðrum klasa. Þá er klasi lyfjaþjónustu, ráðgjafarþjónustu, fjarheilbrigðisþjónustu og heilbrigðis- og upplýsingatækni.

mbl.is