Boðað til sáttafundar á morgun

Samninganefndirnar hafa átt sextán fundi í þessari kjaradeilu til þessa.
Samninganefndirnar hafa átt sextán fundi í þessari kjaradeilu til þessa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkissáttasemjari hefur boðað Félag íslenskra flugumferðarstjóra og Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, til nýs sáttafundar á morgun.

Samninganefndirnar munu þá hittast á morgun klukkan tvö og gera aðra tilraun til að ná samkomulagi í kjaradeilum sín á milli sem enn hafa ekki borið árangur. 

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari tók þessa ákvörðun eftir að hafa rætt við formenn samninganefndanna í dag.

FÍF hefur boðað til vinnustöðvunar næsta þriðjudag en ef samkomulag næst er ljóst að ekki verður lengur tilefni til að grípa til slíkra aðgerða. 

mbl.is