Segja Bláfugl og SA brjóta á kjarasamningum

Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA.
Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. mbl.is/Hari

Félag íslenskra atvinnuflugmanna skorar á Samtök atvinnulífsins og Bláfugl að standa við gildandi kjarasamninga og niðurstöður Félagsdóms þar sem uppsagnir allra flugmanna Bláfugls voru dæmdar ólöglegar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Þar er vísað til dóms Félagsdóms frá því í september þar sem ólögmæti uppsagna ellefu flugmanna Bláfugls frá því um síðustu áramót. 

Í tilkynningu frá FÍA segir að SA og Bláfugl kjósi að fara ekki eftir niðurstöðu dómsins né kjarasamningum.

Óásættanlegt að svona viðhorf viðgangist 

„Í dóminum kom skýrt fram að þegar kjarasamningur rennur út gilda ákvæði hans þar til samið er að nýju en kjarasamningsviðræður voru einmitt í miðjum gangi þegar félagið greip til uppsagna. Samkvæmt ákvæði kjarasamnings eiga félagsmenn í FÍA forgang að 11 stöðugildum flugmanna félagsins. Þetta ákvæði var staðfest af Félagsdómi,“ segir í tilkynningunni og vísað til þess að framangreind ákvæði hafi verið brotin. 

„Það er með öllu óásættanlegt að svona viðhorf og framganga fái að viðgangast í okkar samfélagi. Hér er að eiga sér stað alvarleg atlaga að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og réttindum íslensks launafólks sem vinnur samkvæmt kjarasamningi.“

Sömuleiðis skorar FÍA á stjórnvöld og viðeigandi eftirlitsaðila að fylgja málinu eftir. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK