Átta sótt um bætur vegna aukaverkana

Sjúkratryggingar Íslands.
Sjúkratryggingar Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Átta umsóknir hafa borist Sjúkratryggingum Íslands um bætur vegna aukaverkana í kjölfar bólusetninga gegn Covid-19.

Fréttablaðið greinir frá þessu.

Allur gangur er á alvarleika málanna átta, allt frá yfirliði upp í blóðtappa, að sögn Berglindar Karlsdóttur, deildarstjóra hjá Sjúkratryggingum Íslands.

Engar umsóknir hafa borist um bætur vegna tímabundinnar lömunar en bótaskyldan vegna bólusetninga við Covid-19 var rýmkuð með lagabreytingu um áramótin.

Lyfjastofnun hefur fengið 3.011 tilkynningar um aukaverkanir, þar af 191 alvarlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert