Fær 1,8 milljónir fyrir miðann

6.203 Íslendingar fengu vinning í Víkingalottói þessa vikuna. Einn Íslendingur vann þriðja vinning en sá einstaklingur er í áskrift og hlaut 1,8 milljónir í vinning.

Norðmaður hlaut fyrsta vinning, samtals 666 milljónir króna. Tveir skiptu með sér öðrum vinningi og fær hvor þeirra rétt tæplega 21,5 milljónir, annar miðinn var keyptur í Svíþjóð en hinn í Noregi.  

Enginn var með fyrsta vinning í Jóker en tveir fengu annan vinning og fá þeir 100 þúsund krónur hvor, annar miðinn var keyptur í Vesturrestaurant á Patreksfirði en hinn er í áskrift.

mbl.is