Líta á að viðræðum við SÍ sé slitið

Sjúkratryggingar Íslands.
Sjúkratryggingar Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Læknafélag Reykjavíkur hefur í dag sent Sjúktratryggingum Íslands tilkynningu um að félagið líti svo á að viðræðum þess við SÍ um samninga við sérfræðilækna sé slitið.

Fram kemur í tilkynningu frá félaginu, að samningaviðræður hafi staðið yfir í þrjú ár og er tekið fram að öll meginágreiningsefni séu enn óleyst.

„LR telur einsýnt að margra ára sinnu- og áhugaleysi stjórnvalda um samningagerð við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna muni ekki breytast á vikunum sem framundan eru til kosninga. Þess vegna sé eðlilegast að taka upp þráðinn að nýju þegar ný ríkisstjórn setur sig í stellingar til þess að standa við gefin fyrirheit stjórnmálaflokkanna um tiltekt í því ófremdarástandi sem skapast hefur í íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is