Dýr, gróður og minjar í hættu

Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum.
Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu, kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af Skaftárhlaupi í núverandi mynd enda virðast mælingar benda til þess að rennsli sé minnkandi og að hámarki hafi verið náð á þriðjudag.

„Ef það verður ekki meira en þetta, ef það fer ekki hærra, þá er það mikið happ því öll hækkun úr þessu er afleit. Þá fer þetta að fara mikið út á gróið land. Þetta heldur sig nokkuð við farvegina hér. Ef það færi að hækka um einhverja tvo-þrjá metra úr þessu þá fer þetta að fara hérna út um allt, eins og það gerði 2015. Við sjáum enn farið eftir það flóð.“

Drullan þétt sem steypa

Að sögn Gísla Halldórs hafa fyrri hlaup leikið hann grátt þar sem flætt hefur yfir tún og gróður í nágrenninu. Geta eftirmálar slíks flæðis reynst afar erfiðir þar sem drullan í jökulvatninu fer illa með gróður og ræktað land.

„Þetta drepur einhver veginn allan gróður og kæfir allt. Þessi leir verður svo þéttur. Það sjást hérna gráar þústir, þetta var allt gróið land, vel gróið, en þetta er bara grátt núna og jafnar sig illa. Ræfilslegt. Það fór hérna hlaup yfir tún og langt suður í hrauni og þau hafa eiginlega aldrei jafnað sig. Þetta virkar bara eins og kal, þau bara köfnuðu. Drullan er svo þétt, þetta er bara eins og steypa.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »